Seigla sálfræði- og ráðgjafastofa

Sálfræðingar Seiglu hafa mikla reynslu af vinnu með leik- og grunnskólum, starfsfólki skóla, nemendum og foreldrum. Við sinnum ráðgjöf, handleiðslu, greiningum og viðtalsmeðferðum. Einnig bjóðum við upp á fyrirlestra og námskeið.

Viðtalsmeðferð

Sálfræðingar Seiglu sinna viðtalsmeðferð fyrir börn, unglinga, ungmenni og foreldra. Í fyrsta viðtali er lögð áhersla á kortlagningu vandans og er í flestum tilvikum mælt með að foreldrar barna undir 11 ára aldri mæti án barnsins í fyrsta viðtal. Við vinnum með fjölbreyttan vanda, tilfinningavanda, hegðunarvanda og uppeldisráðgjöf. 

Greiningar

Sálfræðingar Seiglu sinna greiningum barna og unglinga auk ADHD greininga fyrir fullorðna. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og að koma málum í viðeigandi farveg í framhaldi af greiningu.

Ráðgjöf 

Hjá Seiglu starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu. Við tökum að okkur handleiðslu fyrir ýmsa hópa t.d. heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk grunn- og leikskóla. 

Námskeið og fyrirlestrar

Við bjóðum upp á fyrirlestra vegna tilfinningavanda, kvíða og fyrirlestra með heilsueflandi nálgun þar sem lögð er áhersla á að byggja upp þrautseigju hjá börnum. Hægt er að óska eftir fyrirlestrum og námskeiðum með því að hafa samband á netfangið seigla@seiglasal.is.

 

Til að bóka tíma og fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband á netfangið ritari@seiglasal.is og í síma 537-0440.

Starfsfólk

Drífa Jenný Helgadóttir

Sálfræðingur og eigandi

Drífa Jenný lauk B.A prófi í sálfræði frá HÍ árið 1997 og Cand. Psych. prófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Aarhus árið 2007. Hún lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Hí og Oxford Cognitive Therapy Center árið 2017. Drífa Jenný er sérfræðingur í klíniskri barnasálfræði.

Hún hefur haldið námskeið fyrir foreldra og börn varðandi, uppeldi, ADHD og kvíða.

Drífa hefur starfað hjá Þroska og hegðunarstöð, Barna og unglingageðdeild (BUGL), á Barnaspítala hringsins og við skólaþjónustu. Hún hefur rekið eigin sálfræðistofu frá 2015 og er nú í fullu starfi sem sálfræðingur hjá Seiglu sálfræði og ráðgjafastofu.

Drífa sérhæfir sig í tilfinningavanda og áföllum barna og unglinga ásamt því að sinna
uppeldisráðgjöf til foreldra.

Drífa er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfsstætt starfandi
sálfræðinga.

 

Lilja Magnúsdóttir

Sálfræðingur og eigandi

Lilja Magnúsdóttir lauk BS prófi í sálfræði frá HÍ árið 2009 og Cand. Psych. prófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2013 með áherslu á klíníska og taugasálfræði. Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið og vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð, atferlismeðferð, ACT og DAM. Lilja hefur haldið námskeið fyrir foreldra, unglinga og börn varðandi kvíða, þunglyndi, markmiðssetningu og tilfinningavanda.

Lilja hefur starfað sem sálfræðingur á stofu á Íslandi og í Danmörku, í skólum og á Barna- og unglingageðdeild. Hún sérhæfir sig í tilfinningavanda barna og unglinga, uppeldisráðgjöf til foreldra og frumgreiningum. Lilja er í stjórn sálfræðingafélags Íslands.

Netfang: lilja@seiglasal.is

Gunnhildur Gunnarsdóttir

Sálfræðingur

Gunnhildur lauk BS prófi frá Háskóla Íslands árið 2013 þar sem hún vann lokaverkefni í samstarfi við Barnahús. Hún lauk cand.psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2016 og hefur frá útskrift starfað víða með börnum og unglingum. Lengst af hefur hún starfað á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) en einnig á Heilsugæslu höfuðborgarasvæðisins og hjá Reykjavíkurborg sem skólasálfræðingur. Helstu áhugasvið hennar felast í því að starfa við meðferð á sálmeinum barna og að vinna með fjölskyldum meðal annars í kjölfar áfalla. Gunnhildur hefur undanfarin ár starfað á sálfræðistofu þar sem hún hefur sérhæft sig í tilfinningavanda barna og unglinga, unnið með kvíða, depurð en einnig átröskunarvanda.

Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og kennt nemendum í sjúkraþjálfun og hjúkrunarfræði. Einnig hefur hún haldið námskeið um kvíða barna, HAM og DAM færniþjálfun. 

Gunnhildur sat í stjórn Sálfræðingafélag Íslands í fjögur ár.

 

Laufey Dís Ragnarsdóttir

Sálfræðingur

Laufey Dís lauk B.S prófi í sálfræði frá HR árið 2012 og Cand. Psych. prófi í klínískri sálfræði frá HÍ árið 2014. Hún lauk PMTO meðferðarmenntun frá Barnavendarstofu árið 2018.

Laufey Dís hefur haldið PMTO námskeið og einstaklingsmeðferð fyrir foreldra og kvíða námskeið fyrir börn og foreldra.   Hún starfaði hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafaholts frá 2014 til 2022.   Hún sérhæfir sig í að sinna áfalla- og tilfinningavanda hjá börnum og uppeldisráðgjöf til foreldra. Ásamt því að sinna ADHD greiningum hjá bæði fullorðnum og börnum

Laufey Dís er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjáfstætt starfandi sálfræðinga.

 

Regína Ólafsdóttir

Sálfræðingur

Regína lauk B.A prófi í sálfræði frá HÍ árið 2004 og Cand. Psych. prófi í
klínískri sálfræði frá Háskólanum í Aarhus árið 2007. 

Hún lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2008 og fékk klíníska sérfræðiviðurkenningu árið 2018 

Regína starfaði á Landspítalanum í um 10 ár, meðal annars á krabbameinsdeildum og á BUGL. Einnig starfaði hún á Sjúkrahúsinu á Akureyri á göngudeild geðdeildar og í BUG teymi. Regína starfaði hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar frá 2017-2020 og hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði frá 2020-2022.  

Regína sérhæfir sig í greiningum barna og fullorðinna ásamt því að sinna meðferð við tilfinningavanda hjá börnum og ungmennum. Einnig sinnir hún stuðning og ráðgjöf við börn og fjölskyldur sem eiga nákominn sem glímir við veikindi.

Netfang: regina@seiglasal.is

Hafðu samband við okkur