Fyrir fyrsta viðtal
Upplýsingar fyrir fyrsta viðtal
- Viðtalsgjaldið er 24.000 kr. og 25.000 kr. fyrir handleiðslu. Fjöldi viðtala fer eftir vandanum. Fyrir börn yngri en 11 ára er mælt með að forráðamenn mæti í fyrsta viðtal án barns.
- Mikilvægt er að afbóka með góðum fyrirvara. Það er á ábyrgð skjólstæðing að mæta í viðtal. Sent er sms daginn fyrir viðtal. Við vekjum athygli á því að full greiðsla er tekin fyrir viðtal sem ekki er afboðað með 24 klukkustunda fyrirvara.
- Ef skjólstæðingur er með tilvísun frá Sjúkratryggingum er mikilvægt að mætt sé með tilvísun í fyrsta tíma eða að læknir hafi sent tilvísun. Sjúkratryggingar greiða einungis fyrir þá tíma sem mætt er í, því gildir einnig um SÍ viðtöl að full greiðsla er tekin fyrir viðtal sem ekki er afboðað með 24 klukkustunda fyrirvara.
- Athugið ekki nægir að læknir sendi tilvísun, einnig þarf að hafa samband og óska eftir viðtali.
- Flest stéttarfélög greiða niður sálfræðiþjónustu, einnig taka margir vinnustaðir þátt í niðurgreiðslu viðtala.
- Allt sem fram fer í viðtölum hjá sálfræðingi er trúnaðarmál. Upplýsingar um þig eru ekki veittar til þriðja aðila nema með þínu skriflega leyfi. Undantekningar eru aðeins ef brýn hætta er talin steðja að velferð barns, einstaklings með skerta getu eða ef lífi og öryggi þínu eða annarra er ógnað.