Starfsfólk
Starfsfólk

Drífa Jenný Helgadóttir
Sálfræðingur og eigandi

Drífa Jenný Helgadóttir
Sálfræðingur og eigandi
Drífa Jenný lauk B.A prófi í sálfræði frá HÍ árið 1997 og Cand. Psych. prófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Aarhus árið 2007. Hún lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Hí og Oxford Cognitive Therapy Center árið 2017. Drífa Jenný er sérfræðingur í klíniskri barnasálfræði.
Hún hefur haldið námskeið fyrir foreldra og börn varðandi, uppeldi, ADHD og kvíða.
Drífa hefur starfað hjá Þroska og hegðunarstöð, Barna og unglingageðdeild (BUGL), á Barnaspítala hringsins og við skólaþjónustu. Hún hefur rekið eigin sálfræðistofu frá 2015 og er nú í fullu starfi sem sálfræðingur hjá Seiglu sálfræði og ráðgjafastofu.
Drífa sérhæfir sig í tilfinningavanda og áföllum barna og unglinga ásamt því að sinna
uppeldisráðgjöf til foreldra.
Drífa er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfsstætt starfandi
sálfræðinga.

Lilja Magnúsdóttir
Sálfræðingur og eigandi

Lilja Magnúsdóttir
Sálfræðingur og eigandi
Lilja Magnúsdóttir lauk BS prófi í sálfræði frá HÍ árið 2009 og Cand. Psych. prófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2013 með áherslu á klíníska og taugasálfræði. Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið og vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð, atferlismeðferð, ACT og DAM. Lilja hefur haldið námskeið fyrir foreldra, unglinga og börn varðandi kvíða, þunglyndi, markmiðssetningu og tilfinningavanda.
Lilja hefur starfað sem sálfræðingur á stofu á Íslandi og í Danmörku, í skólum og á Barna- og unglingageðdeild. Hún sérhæfir sig í tilfinningavanda barna og unglinga, uppeldisráðgjöf til foreldra og frumgreiningum.
- Email: lilja@seiglasal.is

Gunnhildur Gunnarsdóttir
Sálfræðingur

Gunnhildur Gunnarsdóttir
Sálfræðingur
Gunnhildur lauk BS prófi frá Háskóla Íslands árið 2013 þar sem hún vann lokaverkefni í samstarfi við Barnahús. Hún lauk cand.psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2016 og hefur frá útskrift starfað víða með börnum og unglingum. Lengst af hefur hún starfað á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) en einnig á Heilsugæslu höfuðborgarasvæðisins og hjá Reykjavíkurborg sem skólasálfræðingur. Helstu áhugasvið hennar felast í því að starfa við meðferð á sálmeinum barna og að vinna með fjölskyldum meðal annars í kjölfar áfalla. Gunnhildur hefur undanfarin ár starfað á sálfræðistofu þar sem hún hefur sérhæft sig í tilfinningavanda barna og unglinga, unnið með kvíða, depurð en einnig átröskunarvanda.
Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og kennt nemendum í sjúkraþjálfun og hjúkrunarfræði. Einnig hefur hún haldið námskeið um kvíða barna, HAM og DAM færniþjálfun.
Gunnhildur sat í stjórn Sálfræðingafélag Íslands í fjögur ár.

Elín Anna Baldursdóttir
Sálfræðingur

Elín Anna Baldursdóttir
Sálfræðingur
Elín Anna Baldursdóttir lauk BS prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og Cand. Psych prófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og vinnustofur í tengslum við hugræna atferlismeðferð, EMDR og frávik í taugaþroska. Elín Anna hefur starfað sem sálfræðingur á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, skólaþjónustu og einkastofu á Íslandi og Danmörku. Hún hefur haldið námskeið í tengslum við kvíða barna, uppeldi barna með ADHD og fræðslu fyrir starfsfólk sumarnámskeiða um vinnu með börnum með sérþarfir.
Elín Anna vinnur með tilfinningavanda eins og kvíðaraskanir og þunglyndi, hjá börnum, unglingum, ungu fólki, konum á meðgöngu og eftir barnsburð. Í meðferðarvinnu notar Elín Anna fyrst og fremst hugræna atferlismeðferð. Elín veitir uppeldis- og foreldraráðgjöf. Hún hefur reynslu af því að vinna með ungu íþróttafólki og vanda tengdum frammistöðukvíða og hindranir eftir meiðsli.
- Email:elinanna@seiglasal.is

Silja Björk Egilsdóttir
Sálfræðingur

Silja Björk Egilsdóttir
Sálfræðingur
Silja Björk lauk B.A. prófi í sálfræði frá HÍ árið 2008 og meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Lund University árið 2012. Silja Björk stundar nú nám í faghandleiðslu við Háskóla Íslands, fyrirhuguð námslok eru í byrjun desember 2024. Hún hefur sótt ýmis námskeið og vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð og díalektískri atferlismeðferð (DAM) ásamt áfallameðferð. Silja hefur haldið námskeið fyrir foreldra, unglinga og börn varðandi uppeldi barna, ADHD, OCD, kvíða og tilfinningavanda.
Silja Björk hefur starfað sem sálfræðingur á barna- og unglingageðdeil í Svíþjóð, á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (nú RGR) og í leik- og grunnskólum. Samhlíða starfi sínu á Seiglu starfar hún sem sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna (áður ÞHS) og sinnir stundakennslu í Borgarholtsskóla. Silja Björk sérhæfir sig í fjölbreyttum taugaþroska, tilfinningavanda barna og unglinga, OCD og uppeldisráðgjöf til foreldra. Að auki tekur hún að sér handleiðslu fagfólks.
- Email:siljabjork@seiglasal.is

Helga Maren Hauksdóttir
Sálfræðingur

Helga Maren Hauksdóttir
Sálfræðingur
Helga Maren lauk BS prófi frá Háskóla Íslands árið 2014 og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020. Hún er með diplómu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og hefur sótt ýmis námskeið og vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð (HAM) og díalektískri atferlismeðferð (DAM) og haldið námskeið um kvíða barna.
Hún starfar einnig sem sálfræðingur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem hún sinnir greiningu og meðferð barna og ungmenna. Hún hefur starfað hjá Auðnast og Værð, þar sem hún sinnti börnum, ungmennum og fullorðnum. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Barnavernd, stuðningsfulltrúi í skammtímadvöl, sem sérkennslustjóri og atferlisþjálfi.
Helga sérhæfir sig í tilfinningavanda barna og unglinga, þar sem hún veitir meðal annars ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati. Hún veitir einnig ráðgjöf til foreldra varðandi fyrrgreindan vanda. Helga notast fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð í sinni meðferðarvinnu.
- Email:helga@seiglasal.is

Marín Sif Jónsdóttir
Sálfræðingur

Marín Sif Jónsdóttir
Sálfræðingur
Marín Sif lauk BS prófi frá Háskóla Íslands árið 2022 og MSc í klínískri sálfræði frá sama skóla árið 2024. Hún hefur sótt vinnustofur um áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD) og verið meðferðaraðili í hópmeðferð fyrir ungmenni með OCD. Auk þess hefur hún verið meðferðaraðili í hópmeðferð fyrir börn með kjörþögli í New York.
Helstu áhugasvið hennar felast í því að starfa við meðferð á sálmeinum barna, þá sérstaklega kvíðaraskanir og áráttu- og þráhyggjuröskun. Marín notast fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð í sinni meðferðarvinnu.
Marín hefur meðal annars verið í starfsþjálfun á BUGL og sinnt viðtölum í Sálfræðiráðgjöfinni í Háskóla Íslands. Áður starfaði hún sem stuðningsfulltrúi í skammtímadvöl.
Marín sinnir bæði viðtölum og greiningum.
- Email:marinsif@seiglasal.is

Birna Pálsdóttir
Sálfræðinemi

Birna Pálsdóttir
Sálfræðinemi
Birna Pálsdóttir lauk BSc prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og MSc í sálfræði með áherslu á hagnýta atferlisgreiningu frá Háskóla Íslands 2018. Birna hefur starfað við hegðunarráðgjöf vegna barna á aldrinum 6-16 ára frá útskrift árið 2018 sem atferlisfræðingur (ICEABA-certified). Meðfram þeirri vinnu hefur hún setið fræðslu og sótt sér námskeið er varða kvíða, félagsfærni- og tilfinningavanda barna. Birna hefur einnig haldið fyrirlestra fyrir foreldra og stofnanir um hegðun barna og ungmenna. Birna hóf nám í klínískri í sálfræði við Háskólann í Reykjavík haustið 2023 og mun útskrifast sem sálfræðingur vorið 2025. Birna var í starfsnámi á Geðheilsumiðstöð barna haustið 2024 í fjölskylduteymi 0-5 ára sem er tengslamiðað úrræði fyrir foreldra á meðgöngu og eftir barnsburð. Í starfsnámi sínu hjá Seiglu vorið 2025 mun Birna veita sálfræðimeðferð undir handleiðslu reyndra sálfræðinga.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.